Unglingar eyða mjög miklum tíma á netinu sem getur leitt til þess að þeir þrói netfíkn með sér, en talið er að 1-6% séu með þessa netfíkn. Þegar talað er um fíkn er ekki verið að tala um vímu heldur fólk missir stjórn á sér og hegðar sér illa. Þetta vandamál hefur farið vaxandi meðal barna og unglinga síðustu ár. Einkenni netfíknar geta komið fram með ólíkum hætti hjá einstaklingum. Netfíkn er ekki metin út frá því hversu lengi einstaklingar eru fyrir framan tölvuna heldur hvort og hvernig áhrif notkunin hefur á líf þeirra. Algengt er að unglingar sem glíma við netfíkn nýti allan þann tíma utan skólans til þess að vera í tölvunni og eiga það til að vera mjög þreyttir í skólanum og jafnvel sofa á skólatíma.
Netfíkn er oft líkt við spilafíkn þar sem einstaklingar sem glíma við slíkar fíknir eiga það sameiginlegt að eiga í togstreitu á milli þess að vera á Internetinu eða spila fjárhættuspil og hitta vini og fjölskyldu, mæta á æfingar og í skóla og vinnu. Einstaklingar sem eyða óhóflega miklum tíma fyrir framan tölvuna eiga í aukinni hættu á að finna fyrir ýmsum líkamlegum eymslum en það gæti verið afleiðing mikillar kyrrstöðuvinnu og slæmrar líkamsstöðu sem einstaklingar eiga til að vera í við tölvuna.
Til að koma í veg fyrir að vera háður netinu er hreyfing mjög góður valkostur. Bara stutt ganga gæti gert mikið gagn.
Comentarios