top of page
Search
  • Writer's pictureMagdalena Angelika Hibner

Viðtalið

Við tókum viðtal við Ragnheiði skólasálfræðing og ætlum aðeins að segja hvað hún nefndi. Henni finnst samfélagsmiðlar hafi marga góða kosti en líka galla sem fólk þarf að vera meðvitað um. Gallarnir eru þeir að í gegnum samfélagsmiðla þá opnast leiðir fyrir fólk sem ætla að villast fyrir heimildir eða þykjast vera aðrir en þeir eru, svíkja, angra eða áreita fólk en á sama tíma þá er þetta tæki sem er gott til þess að tengja fólk saman og þetta er mjög góð upplýsingamiðlun, upplýsingar berast mjög hratt og víða, þess vegna heldur hún að fólk eyðir of miklum tíma á samfélagsmiðlum eða nota þá á neikvæðan hátt og nota þá það mikið að það hættir að sofa vel, hættir að umgangast fólk í raunheimum eða byrja að bera sig of mikið saman við aðra. Ef fólk fer meðalveginn þá getur þetta bara verið gott og gagnlegt. 

Ef samfélagsmiðlarnir, sem við notum nú í dag myndu detta út, þá myndi fólk nýta sér aðrar leiðir til dæmis eins og þegar samfélagsmiðlarnir voru ekki til, þá notaði fólk heimasíma, tölvupóst, í gamla daga notaði fólk bréfaskriftir þannig við myndum alveg finna aðrar leiðir.

Samfélagsmiðlar hafa mikið breyst og mjög hratt, framboðið og fjölbreytni aukist mikið. Þegar Ragnheiður var í unglingadeild var hún fyrst að kynnast Internetinu og allir farsímar nýttust bara fyrir símtöl og SMS, voru ekki með myndavélum og voru ekki nettengdir. 

Ragnheiður notar samfélagsmiðla á hverjum degi, mest til þess að vera í samskiptum við vini og fjölskyldu bæði hérlendis og erlendis, ef samfélagmiðlarnir væru ekki til þá væri hún í minni samskiptum við vini sína erlendis en notar þá líka til þess að vera í samskiptum sem snúast um hjá börnunum hennar og annað. 

Því yngri sem fólk er því meiri áhrif, bæði góðum og slæmum, allir geta samt orðið fyrir áhrifum, allir geta til dæmis lent í neteinelti, persónuárásum eða að fólk sé að deila upplýsingum hvort sem það er í myndum eða öðru en eldra fólk er meira búið undir svona.

Jákvæð áhrif samfélagsmiðla eru tengsl milli fólks og upplýsingaflæði, það sem er gott er að það getur þjappað fólki saman í erfiðleikum, getur myndað samstöðu með fjáröflunum, góðu málefni, finna einhvern sem er týndur eða finna einhvern sem er tengdur lögreglumáli þá getur það virkað vel fyrir fólk að fá upplýsingarnar til sín og standa saman. 

Fullorðið fólk notar Facebook og Twitter mest en unglingar meira á Instagram, Snapchat og TikTok.

Facebook og Instagram hafa mestu áhrifin á fólk vegna þess að fólk póstar oft á Instagram og Facebook líka sem köllum ,,glansmyndum’’ af veruleikanum og margir eru að bera sig saman um það sem þeir sjá þar en eins og með Facebook að þeir lesa í það sem fólk ert að googla og það sem fólk er að gera, og sýna þér auglýsingar og fréttir sem tengjast þínu áhugasviði. Það gerir það að verkum að það getur haft áhrif á fólk og mótað skoðanir og viðhorf þeirra og það sér bara það sem Facebook vill sýna þér, þú sérð einhæft og viðhorfið getur orðið skekkt út af því. 

Við eigum eftir að sjá það í framtíðinni hversu mikil áhrif þeir hafa og á hverja, hvort þeir séu að hafa áhrif en það er ekki spurning að viðhorfin okkar, hugmyndir um okkur sjálf, hugmyndir um heiminn og hugmyndir um aðra mótast allar með notkun á samfélagsmiðlum og áhrifin eru mest félagsleg og andleg, bæði gott og slæmt, stundum skemma þeir sjálfsmyndina okkar einhvern veginn með því að hafa neikvæð áhrif um hugmyndir sem við höfum um okkur sjálf, valda kvíða eða auka vanlíðan þannig að áhrifin eru til staðar félagslega og andlega en í framtíðinni sjáum við þetta betur vísindalega hvað er í gangi.




5 views0 comments

Recent Posts

See All
Post: Blog2_Post
bottom of page